
Kardínáli og níumenningar ákærðir fyrir fjársvik
Kardínálinn, Giovanni Angelo Becciu, verður þar með háttsettasti klerkur innan Vatíkansins sem þarf að svara til saka fyrir fjárdrátt og misnotkun á valdi. Becciu var neyddur til afsagnar í september, en heldur þó titli sínum.
Becciu var náinn samstarfsmaður Frans páfa og hafði áður verið í lykilstöðu á skrifstofu Vatíkansins sem tekur við fjárveitingum.
Ákærurnar koma í kjölfar tveggja ára rannsóknar saksóknara í Vatíkaninu, en ríkismiðillinn Vatican News segir saksóknara hafa „gríðarlega mikið af gögnum“ máli sínu til stuðnings.
Ásakanirnar snúa að flóknu neti fjármálagerninga þar sem fjármunir kirkjunnar voru notaðir í fasteignaviðskiptum, sem kirkjan sjálf tapaði háum fjárhæðum á en milliliðir nutu góðs af.
Meðal fjárfestinganna voru íbúðir í Lundúnum sem keyptar voru fyrir um 25 milljarða króna og komu fjármunirnir í gegnum aflandsfélög tengd kirkjunni.