Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Banna refsingar fyrir sölu og neyslu kannabisefna

epa08153011 High Season's Carlos Rios shows the company's new cannabis buds 'Blue Gummies' during the WEEDCon 2020 in Los Angeles, California, USA, 22 January 2020. The 2020 WEEDCon runs on 22 and 23 January.  EPA-EFE/ETIENNE LAURENT
 Mynd: epa
Hæstiréttur Mexíkó felldi í gær úr gildi bann við neyslu, sölu og vörslu kannabisefna til einkanota. Úrskurðaði dómstóllinn að bannið, sem er hluti af heilbrigðislöggjöf landsins, stæðist ekki stjórnarskrá. Með þessu fær þingið lengri frest til afgreiða margboðaða löggjöf um afglæpavæðingu kannabisneyslu, sem hæstiréttur hafði úrskurðað að klára skyldi fyrir 30. apríl síðastliðinn.

Lögin hafa þegar verið samþykkt í neðri deild Mexíkóþings en öldungadeildin hefur dregið lappirnar og hyggst ekki afgreiða þau fyrr en síðsumars eða í haust. Þar sem fyrir liggur að vilji standi til þess að lögleiða kannabis er lögð áhersla á að koma í veg fyrir að fólki verið gerð refsing fyrir það þangað til þinginu tekst að klára ætlunarverk sitt.

Kannabis löglegt í örfáum ríkjum

Neysla kannabisefna hefur verið ólögleg og refsiverð í Mexíkó í ríflega öld. Mikil vargöld ríkir í Mexíkó vegna blóðugra átaka glæpagengja sem einkum stunda eiturlyfjaframleiðslu, -dreifingu og -sölu. Þegar löggjöfin hlýtur loks afgreiðslu í þinginu verður Mexíkó eitt örfárra ríkja heims, ásamt Kanada og Úrúgvæ, þar sem viðskipti með kannabis eru lögleg og frjáls. 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV