Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Grikkir greiða ungu fólki fyrir að fara í bólusetningu

epa09186816 People enjoy a sunny day at the beach at a resort near Athens, Greece, 08 May 2021 (issued 09 May 2021). Equipped beaches charging entrance fees reopened on 08 May based on safety protocols.  EPA-EFE/ALEXANDROS VLACHOS
 Mynd: EPA-EFE - ANA-MPA
Ungir Grikkir fá „frelsiskort“ með 150 evra inneign eða fá ókeypis netaðgang í símunum sínum ef þeir láta bólusetja sig við kórónuveirunni. Tilboðið gildir fyrir fólk á aldrinum 18-25 ára, að sögn gríska dagblaðsins Kathimerini.

Kortið verður hægt að nota til að greiða fyrir ferðir með flugvélum og lestum, þegar gisting er bókuð á hótelum og fyrir bíóferðir og aðrar skemmtanir og aðgang að söfnum og fornleifasvæðum.

Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, sagði þegar hann kynnti nýja kortið í dag, að stjórnvöld ættu unga fólkinu skuld að gjalda eftir að hafa rústað félagslífi þess með sóttvarnaaðgerðum meðan faraldurinn lék þjóðlífið sem verst. Kortið væri því þakklætisvottur fyrir að þessi aldurshópur hefði sýnt þolinmæði og þrautseigju meðan mannlífið var sem fábreyttast.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV