Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Vikulangt útgöngubann í miðborg Sydney

25.06.2021 - 02:15
epa09297705 A general view of New South Wales State Parliament, in Sydney, New South Wales, Australia, 24 June 2021. New South Wales (NSW) Parliament will be suspended after NSW Agriculture Minister Adam Marshall tested positive to COVID-19.  EPA-EFE/DAN HIMBRECHTS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Þinghús ríkisþings Nýja Suður-Wales í Sydbey er lokað þar sem landbúnaðarráðherra ríkisins greindist með COVID-19. Mynd: EPA-EFE - AAP
Heilbrigðisyfirvöld í Ástralíu fyrirskipuðu í dag útgöngubann í fjórum hverfum í miðborg Sydney til að hindra frekari útbreiðslu Delta-afbrigðis COVID-19 sem þar hefur greinst síðustu daga. Ber íbúum í þessum hverfum að halda sig heima í vikutíma, nema rétt til að sinna brýnustu erindum.

Nokkrir tugir tilfella hafa greinst í borginni í þessari viku, sem öll hafa verið rakin til eins og sama ökumannsins. Hann mun hafa smitast þegar hann ók áhöfn erlendrar farþegaþotu frá alþjóðaflugvellinum í Sydney á sóttvarnarhótel í borginni. 

Þinghaldi hætt og lokað á flug til Nýja Sjálands

Þinghúsinu í Sydney hefur verið lokað og þinghald sett á ís eftir að landbúnaðarráðherra Nýja Suður-Wales greindist með COVID-19. Þá lögðu yfirvöld á Nýja Sjálandi bann við komu flugvéla frá Nýja Suður-Wales til landsins næstu þrjá sólarhringa hið minnsta, eftir að fréttir bárust af fjölda smita í Sydney.