Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Vígamenn myrtu á annan tug almennra borgara

25.06.2021 - 02:51
epa03550331 A photograph made available by the French Army Communications Audiovisual office (ECPAD) on 22 January 2013 shows a Malian soldier taking part in operation Serval to push back the Islamist rebels, Diabali, Mali, 19 January 2013. Malian troops backed by the French military on 21 January 2013 moved into the central town of Diabily, which was pounded in airstrikes over the weekend, without resistance from Islamist fighters. A column of armored vehicles of the Chadian army was moving on 22 January from Niger to Mali border in order to participate to the recovery northern Mali in the hands of Islamists.  EPA/ARNAUD ROIN/ECPAD/HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY
Malískir hermenn hafa misserum saman tekið þátt í sameiginlegri baráttu stjórnvalda og herja í Malí, Níger og Búrkína Fasó við vígasveitir íslamista í landamærahéruðum landanna þriggja. Mynd: EPA
Vopnaðir menn á mótorhjólum myrtu minnst tíu manns í Tillaberi-héraði í vestanverðu Níger í gær, fimmtudag. Yfirvöld á staðnum telja íslamska vígamenn hafa verið að verki, en þeir hafa staðið fyrir fjölda mannskæðra árása á almenning jafnt sem hermenn í héraðinu síðustu misseri.

AFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni í héraðsstjórn Tillaberi að árásarmenn á mótorhjólum hafi drepið „minnst fimmtán manns um klukkan hálf fjögur síðdegis; fjóra í þorpinu Danga-Zouani, fjóra í þorpinu Korombara og hina þar sem þeir voru að störfum á ökrum sínum."

Annar heimildarmaður segir „að minnsta kosti tíu" hafa verið drepin í árásunum, þar á meðal nokkra bændur við vinnu sína, en tók fram að þetta væru bráðabirgðatölur. Þá sagðist hann hafa fregnir af því að illvirkjarnir hefðu brennt korngeymslur og heimili þorpsbúa.

Árásin var gerð í Tindikiwindi-sýslu í Tillaberi. Þar myrtu ódæðismenn yfir 100 almenna borgara í svipaðri árás í janúar síðastliðnum. Talið er fullvíst að íslamskir vígamenn hafi líka verið þar að verki.