Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

99,9 prósent COVID-sjúklinga á spítölum eru óbólusett

epa08678439 A nurse wearing her personal protective equipment (PPT) treats a Covid-19 patient in the intensive care unit of Saint-André hospital in Bordeaux, France, 18 September 2020. According to recent reports, the number of Covid-19 patients in intensive care units in the Bordeaux region have increased leading Bordeaux into the red zone.  EPA-EFE/CAROLINE BLUMBERG
 Mynd: epa
99,9 prósent þeirra sem enda á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum vegna COVID-19 eru óbólusett og í hópi þeirra sem deyja úr sjúkdómnum er hlutfallið litlu lægra. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á vegum AP-fréttastofunnar, sem byggð er á opinberum gögnum frá sjúkrahúsum og heilbrigðisyfirvöldum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna flaggar nú þessum niðurstöðum í von um að sannfæra enn fleiri um að láta bólusetja sig gegn COVID-19.

Greining AP á gögnum heilbrigðisyfirvalda og -stofnana frá maí síðastliðnum staðfestir gagnsemi bólusetningar. Af þeim um það bil 853.000 manns sem voru innrituð á bandarísk sjúkrahús eða sóttu þangað læknishjálp vegna COVID-19 í maímánuði höfðu innan við 1.200 verið bólusett, eða 0,1 prósent.

Af um 18.000 þúsundum sem dóu úr sjúkdómnum vestra í maí höfðu 150 verið bólusett, eða 0,8 prósent. Þetta er í samræmi við mat Andy Slavitts, sem til skamms tíma var aðalráðgjafi viðbragðsteymis Biden-stjórnarinnar varðandi heimsfaraldur kórónaveirunnar, en hann sagði í byrjun þessa mánaðar að allt að 99 prósent þeirra sem létust úr COVID-19 um þessar mundir væru óbólusett.

Hægt að koma í veg fyrir nánast öll dauðsföll vegna COVID-19

Rochelle Walensky, forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna, segir bólusetningu gegn veirunni svo skilvirka að fullyrða megi „að hægt væri að koma í veg fyrir nánast hvert einasta dauðsfall, sérstaklega á meðal yngra fólks.“ Það sé því alveg sérstaklega sorglegt að horfa upp  á að fólk sé enn að deyja úr COVID-19. 

Um 63 prósent Bandaríkjamanna hafa fengið í það minnsta einn skammt af bóluefni og um 53 prósent teljast fullbólusett. Mjög hefur hins vegar hægt á bólusetningum vestra upp á síðkastið og því vonast sóttvarnayfirvöld til þess, að þessar niðurstöður hvetji fleiri til að láta bólusetja sig.