Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Stórleikir í 16-liða úrslitum EM

epa09294426 Harry Kane (C) of England in action against Czech players Ondrej Celustka (L) and Vladimir Coufal (R) during the UEFA EURO 2020 group D preliminary round soccer match between the Czech Republic and England in London, Britain, 22 June 2021.  EPA-EFE/Matt Dunham / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA-EFE - AP POOL

Stórleikir í 16-liða úrslitum EM

23.06.2021 - 21:18
Fjölmargir stórleikir eru á dagskrá í 16-liða úrslitum EM. Fornir fjendur mætast þegar að England tekur á móti Þýskalandi og þá mæta núverandi Evrópumeistarar efsta liðinu á styrkleikalista FIFA.

Riðlakeppni EM lauk í kvöld þegar keppt var í E- og F-riðlum. Eftir mikla dramatík er því ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitunum. Nokkrir stórleikir fara fram og ljóst að í einhverjum tilfellum munu sigurstrangleg lið detta úr leik.

Einn athyglisverðasti leikurinn er án efa England - Þýskaland en þjóðirnar hafa löngum eldað grátt silfur saman á knattspyrnuvellinum. Einn frægasti leikur liðanna var úrslitaleikurinn á HM 1966 þar sem England vann V-Þýskaland 4-2 á heimavelli sínum. Þjóðverjar hefndu fyrir tapið á HM 1990 þegar þeir unnu Englendinga í vítaspyrnukeppni. En í leiknum var mark dæmt af Englandi í uppbótartíma. V-Þýskaland vann svo Argentínu í úrslitaleiknum. Liðin mættust aftur í undanúrslitum á EM 1996 sem fór fram á Englandi. Líkt og á HM sex árum fyrr var jafnt eftir venjulegan leiktíma og framlenginu og úrslitin réðust því í vítaspyrnukeppni. Þar höfðu Þjóðverjar betur eftir að Gareth Southgate, núverandi landsliðsþjálfari Englands, klikkaði á sínu víti í bráðabana. Þjóðverjar enduðu sem Evrópumeistarar eftir mótið þar sem þeir unnu Tékkland í úrslitaleiknum. 

Annar áhugaverður leikur er á milli Evrópumeistara Portúgals og Belgíu. Portúgal vann EM 2016 í Frakklandi og ætla sér að verja titilinn. Belgar eru svo efstir á styrkleikalista FIFA og margir vilja meina að þetta sé síðasti möguleiki gullkynslóðar Belga til að vinna stóran alþjóðlegan titil. 

Liðin sem mætast í 16-liða úrslitunum eru:

Belgía - Portúgal

Ítalía - Austurríki

Frakkland - Sviss

Króatía - Spánn

Svíþjóð - Úkraína

England - Þýskaland

Holland - Tékkland

Wales - Danmörk