Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Segir af sér í skugga rannsóknar

epa03895405 A photograph made available on 04 October 2013 shows the river Tiputini as it passes by the northern border of Yasuni National Park in Ecuador, 16 May 2007. The Ecuadoran Congress approved on 03 October 2013 new drilling for oil development
 Mynd: EPA - EFE
Ricardo Salles, umhverfisráðherra Brasilíu, hefur sagt af sér embætti. Mánuður er liðinn síðan hæstiréttur landsins fyrirskipaði rannsókn á ásökunum um að hann væri viðriðinn ólöglegt skógarhögg og timbursmygl.

Salles þessi er einn umdeildasti liðsmaður öfgahægriflokks forsetans Jair Bolsonaro en í ráðherratíð hans hefur skógarhögg í regnskógum Amazon verið stóraukið og dregið úr friðun skóganna.

Í síðasta mánuði fyrirskipaði Hæstiréttur Brasilíu rannsókn á ásökunum um að hann og háttsettir embættismenn í ráðuneytinu hefðu greitt götu fyrirtækja sem stunda ólöglegt skógarhögg í regnskógum landsins og selja timbrið til Evrópu og Bandaríkjanna.

Salles neitar sök og heldur því einnig fram að hann hafi alla tíð gætt jafnvægis milli umhverfisverndar og efnahagslegra hagsmuna við ákvarðanatöku, hvort sem það snýr að námugreftri, landbúnaði eða vernd þjóðargersema líkt og Amazon-skógarins.

Forseti landsins, Jair Bolsonaro, hefur þegar skipað arftaka Salles í starfi, en það er Joaquim Alvaro Pereira Leite, sem áður gegndi embætti sérstaks Amazon-ráðherra.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV