Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hraðprófin komin í notkun hérlendis

23.06.2021 - 09:50
Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Heilsugæslan hefur nú tekið í notkun hraðpróf til greiningar á kórónuveirunni en niðurstöður úr slíkum prófum liggja fyrir á um klukkustund. Prófin eru ekki ætluð þeim sem hafa einkenni eða grun um kórónuveirusmit heldur einungis þeim sem þurfa á þeim að halda. Til dæmis vegna ferðalaga þar sem krafist er neikvæðrar niðurstöðu úr sýnatöku á landamærum en víða erlendis eru niðurstöður hraðprófa teknar gildar.

Í tilkynningu frá Heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að hraðprófin kosti fjögur þúsund krónur, óháð því hvort viðkomandi er sjúkratryggður hér á landi eða ekki. Þau eru ekki jafnáreiðanleg og PCR-prófin, sem hafa fram að þessu verið þau einu í notkun hér á landi, en greinist einstaklingur með kórónuveiruna í hraðprófi þarf hann jafnframt að fara í PCR-skimun.