Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hljóp inn á með regnbogafána undir þjóðsöng Ungverja

epa09296677 A pitch invader with a rainbow colours flag before the UEFA EURO 2020 group F preliminary round soccer match between Germany and Hungary in Munich, Germany, 23 June 2021.  EPA-EFE/Kai Pfaffenbach / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA-EFE - REUTERS POOL

Hljóp inn á með regnbogafána undir þjóðsöng Ungverja

23.06.2021 - 19:49
Áhorfandi á leik Þýskalands og Ungverjalands tókst að hlaupa inn á völlinn með regnbogafána á meðan að þjóðsöngur Ungverja var spilaður fyrir leikinn í kvöld. Áhorfendur tóku uppátækinu vel og var manninum vel fagnað.

Nýlega samþykkti ungverska þingið lög sem þrengja verulega að rétti hinsegin fólks. Lögunum hefur verið harkalega mótmælt víða um heim og þar á meðal á EM í fótbolta. Í kvöld mættust svo Þýskaland og Ungverjaland í leik sem fór fram á Allianz-vellinum í Munchen. Þegar að þjóðsöngur Ungverja var spilaður á vellinum tókst einum áhorfenda að hlaupa inn á völlinn umvafinn regnbogafánanum og sýna þannig hinsegin fólk stuðning. 

Áhorfendur í Þýskalandi tóku vel í gjörningin og var manninum ákaft fagnað þangað til öryggisverðir náðu að yfirbuga hann og bera hann út af leikvanginum. 

Málefni hinsegin fólks í Ungverjalandi hafa verið í brennidepli fyrir leik eftir að ungverska þingið staðfesti nýlega lög sem þrengja verulega að rétti hinsegin fólks. Þjóðverjar fóru fram á að lýsa leikvanginn upp í regnbogalitunum fyrir leik en beiðninni var hafnað af Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, þar sem sambandið segir það vera pólitískan gjörning til að mótmæla ungverskum lögum. Banni UEFA hefur verið harðlega mótmælt, meðal annars af borgarstjóra Munchen sem sagði að önnur mannvirki í borginni yrðu böðuð litum regnbogans á meðan að leik stendur. Þá hafa einnig leikmenn, þjálfarar, knattspyrnusambönd og félagslið mótmælt ákvörðun UEFA og sýnt hinsegin fólki stuðning. 

Tengdar fréttir

Mannlíf

UEFA var í dauðafæri að gera jákvæða hluti

Stjórnmál

Harðar deilur um lýsingu á Allianz Arena