Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bólusetningum lokið í dag – skammtar til Suðurnesja

Mynd með færslu
 Mynd: Kristinn Þeyr Magnússon - RÚV
Allir tólf þúsund skammtarnir af bóluefni Pfizer sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins var með til umráða í dag gengu út og er bólusetningum lokið í dag.

Framan af degi var bólusetning í Laugardalshöll aðeins í boði fyrir þá sem höfðu sérstaklega fengið boð. Á fjórða tímanum voru ríflega eitt þúsund skammtar enn ónýttir og stóð þá öllum til boða að fá bóluefnið.

Um klukkan sjö, þegar ljóst varð að ekki næðist að klára alla skammtana sem blandaðir höfðu verið, var brugðið á það ráð að boða fólk á Suðurnesjum, sem hafði átt boð í bólusetningu á morgun, í skyndibólusetningu.

Dugði það til að koma síðustu skömmtunum út, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV