Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

18 sóttu um starf skrifstofustjóra í HRN

23.06.2021 - 16:44
Mynd með færslu
 Mynd:
Átján umsóknir bárust um embætti skrifstofustjóra skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisráðuneytinu (HRN) en listi yfir umsækjendur var birtur á vef Stjórnarráðsins í dag. Umsóknarfrestur rann út 21. júní og mun hæfnisnefnd nú fara yfir umsækjendur og skila greinargerð til heilbrigðisráðherra.

Á meðal umsækjenda um starfið má finna fyrrum þjóðleikhússtjóra, Ara Matthíasson og forstjóra Barnaverndarstofu, Heiðu Björgu Pálmadóttur.

Skrifstofa innviða er önnur tveggja stoðskrifstofa ráðuneytisins og snúa verkefni hennar að m.a. innkaupum á lækningatækjum, mönnun heilbrigðisþjónustu auk þess að framkvæma stefnu stjórnvalda og fylgja eftir með gerð lagafrumvarpa og reglugerða.

Nöfn umsækjenda:

 • Anna María Urbancic, rekstrarstjóri
 • Anna Sigríður Vernharðsdóttir, yfirljósmóðir
 • Ari Matthíasson, deildarstjóri
 • Ari Sigurðsson, framkvæmdastjóri
 • Bjarni Sigurðsson, lyfjafræðingur
 • Hans Gústafsson, sérfræðingur
 • Heiða Björg Pálmadóttir, forstjóri
 • Helga Garðarsdóttir, deildarstjóri
 • Ingi Guðmundur Ingason, ráðgjafi
 • Ingunn Björnsdóttir, dósent og námsvistunarstjóri
 • Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrar
 • Soffía Arnþórsdóttir, líffræðilegur ráðgjafi
 • Unnur Gunnarsdóttir, sérfræðingur
 • Unnur Þormóðsdóttir, hjúkrunarfræðingur
 • Valdimar Björnsson, DBO og yfirmaður stöðugra umbóta
 • Viðar Helgason, sérfræðingur
 • Þórunn Oddný Steinsdóttir, settur skrifstofustjóri
 • Þröstur Óskarsson, sérfræðingur
Andri Magnús Eysteinsson