Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Mount og Chilwell ekki með í kvöld

epa09267374 Raheem Sterling (L) of England celebrates with teammate Mason Mount (R) after scoring the 1-0 lead during the UEFA EURO 2020 group D preliminary round soccer match between England and Croatia in London, Britain, 13 June 2021.  EPA-EFE/Carl Recine / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA - RÚV

Mount og Chilwell ekki með í kvöld

22.06.2021 - 11:21
Mason Mount og Ben Chilwell, leikmenn enska karlalandsliðsins í fótbolta, eru farnir í sóttkví út mánudaginn næstkomandi eftir að hafa faðmað og spjallað við Billy Gilmour, liðsfélaga sinn hjá Chelsea og leikmann Skota, sem síðar greindist með kórónuveiruna.

Engir úr skoska hópnum þurftu að fara í sóttkví aðrir en Gilmour sem var valinn maður leiksins í leik Skota og Englendinga í síðustu umferð á EM. Faðmlögin áttu sér stað eftir þann leik. Skotar mæta Króötum í D-riðlinum í kvöld og þurfa að vinna og treysta á tap Englands fyrir Tékklandi til að komast áfram. 

Tékkar eru sem stendur á toppi riðilsins með fjögur stig eins og Englendingar sem eru í öðru sæti. Króatar og Skotar eru með eitt stig hvort í næstu sætum. Tvö efstu liðin fara beint áfram í 16-liða úrslit og fjögur lið úr riðlunum sex með bestan árangur í þriðja sæti. 

Mount hefur verið í byrjunarliði Englands í báðum leikjunum til þessa á EM en Chilwell ekki komið við sögu. Ef England vinnur ekki riðilinn missa tvímenningarnir einnig af leik liðsins í 16-liða úrslitum. Vinni England riðilinn spila þeir næsta þriðjudag en annars degi fyrr þegar félagarnir verða enn í sóttkví.