Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Messi jafnaði leikjametið

epa09292397 Argentina's Lionel Messi in action during a Copa America soccer match between Argentina and Paraguay at the Mane Garrincha Stadium in Brasilia, Brazil, 21 June 2021.  EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: EPA - RÚV

Messi jafnaði leikjametið

22.06.2021 - 11:05
Lionel Messi lék sinn 147. landsleik fyrir argentíska karlalandsliðið í fótbolta í gærkvöldi og jafnaði þar með leikjamet Javiers Mascheranos. Argentína vann Paragvæ 1-0 í Suður-Ameríkubikarnum og er komin áfram í 8-liða úrslit.

Messi er langmarkahæsti leikmaðurinn í sögu liðsins með 73 mörk en Papu Gómez skoraði sigurmark Argentínu í gær. 

Mascherano spilaði leikina 147 á árunum 2003-2018. Messi sem er 34 ára gamall spilaði fyrsta A-landsleikinn sinn 2005. 

Argentína er á toppi A-riðils í Suður-Ameríkubikarnum með sjö stig eftir þrjá leiki og búin að tryggja sig áfram.