Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Harlem Globetrotters vill keppa í NBA

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Harlem Globetrotters vill keppa í NBA

22.06.2021 - 19:45
Harlem Globetrotters hefur formlega óskað eftir því að verða eitt af keppnisliðunum í NBA deildinni. Félagið heldur því fram að körfubolti eigi félaginu mikið að þakka.

Margir körfubolta aðdáendur kannast við lið Harlem Globetrotters. Liðið hefur ferðast út um allan heim og sýnt listir sínar, meðal annars á Íslandi, og státar liðið af yfir 27.000 sigurleikjum. Félagið hefur nú sent opið bréf til Adam Silver, yfirmanns NBA-deildarinnar, þar sem Harlem Globetrotters ferm fram á að verða viðurkennt sem NBA lið eftir að hafa lagt sitt af mörkum til deildarinnar undanfarin ár. 

Í bréfi Harlem Globetrotters segir meðal annars: “Byggt á því sem við höfum þegar sannað, getum við stillt upp liði með sambærilega hæfileika og atvinnumenn dagsins í dag og við viljum fá tækifæri til að gera einmitt það,” segir í bréfinu. 

Liðið nefnir einnig í bréfi sínu hversu vel það hefur staðið sig við að kynna íþróttina út um allan heim en Harlem Globetrotters hafa keppt í 122 löndum. 

NBA deildin bætti síðast við liði árið 2004 þegar að Charlotte Bobcats var bætt við deildina.