Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Smit í skoska hópnum

epa09284165 Raheem Sterling (L) of England in action against Billy Gilmour of Scotland during the UEFA EURO 2020 group D preliminary round soccer match between England and Scotland in London, Britain, 18 June 2021.  EPA-EFE/Laurence Griffiths / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA - RÚV

Smit í skoska hópnum

21.06.2021 - 09:37
Billy Gilmour, landsliðsmaður Skota og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skoska knattspyrnusambandinu.

Skotland er sem stendur á EM í fótbolta og leikur í D-riðli. Liðið tapaði 2-0 fyrir Tékkum í fyrsta leik og gerði svo markalaust jafntefli við Englendinga. Þá var Gilmour valinn maður leiksins. Skotar mæta Króötum í síðasta leik sínum í riðlakeppninni annað kvöld. 

Þar verður hins vegar enginn Gilmour því hann er kominn í tíu daga einangrun.