Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hvalfjarðargöng opin að nýju eftir umferðaróhapp

Mynd með færslu
 Mynd: Hallgrímur Indriðason - RÚV
Hvalfjarðargöng eru opin fyrir umferð að nýju eftir að þrír bílar skullu þar saman í kvöld. Varðstjóri slökkviliðs hvetur til varkárni á vegum úti enda umferð tekin að þyngjast.

Að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðasveitar var fólk úr bílunum flutt á slysadeild til aðhlynningar en hann telur að meiðsl hafi verið minniháttar.

Einn bíll var fluttur á brott á kerru vegna skemmda. Loka þurfti göngunum í um klukkustund en umferð er mjög þung þessa dagana og því þarf lítið útaf að bera til að óhapp verði. Því hvetur varðstjórinn til mikillar aðgæslu á vegum og ekki síst í göngunum.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV