Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fyrstu tölur í Frakklandi skellur fyrir Le Pen

epa05944346 French presidential election candidate the the far-right Front National (FN) party, Marine Le Pen, delivers a speech during an outdoor campaign rally in Ennemain, Northern France, 04 May 2017. France will hold the second round of the
 Mynd: EPA
Mið-hægri flokkur Repúblikana í Frakklandi er samkvæmt fyrstu tölum í efsta sæti í fyrstu umferð sveitarstjórnarkosninganna sem fram fóru í dag, og virðist hafa talsvert forskot á Þjóðernissinnaflokkinn Front National, sem virðist hafa gengið undir væntingum á lykilsvæðum í Suðurhluta landsins.

Kjörsóknin vonbrigði

Kosningarnar einkenndust af afleitri kjörsókn, eða á bilinu 31 til 33 prósent samkvæmt könnunum. Gerald Darmanin innanríkisráðherra kallaði kjörsóknina „sérstakt áhyggjuefni“, segir í frétt AFP.

Kosningarnar fara fram tvo sunnudaga í röð og er áætlað að annað atkvæðagreiðslan fari fram 27. júní.

Vonbrigði fyrir Le Pen fari sem horfir

Niðurstöðurnar, ef svo fer sem horfir, teljast allnokkur skellur fyrir hægriöfgaleiðtogann Marine Le Pen, innan við ári frá forsetakosningum í Frakklandi þar sem hún hyggst bjóða sig fram.

Mögulegur lasleiki fransks lýðræðis

Metfjöldi þeirra sem heima sátu í kosningunum var augljós víða á kjörstöðum í tómum kjörklefum og  hefur vakið umræður um heilsufar franska lýðræðisins.

„Þetta er lýðræðislegur skellur í andlit okkar allra,“ sagði Aurore Berge, þingmaður í flokki Emmanuels Macrons Frakklandsforseta.