Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Forseti Barcelona segir Ofurdeildina enn á dagskrá

20.06.2021 - 20:17
epa09288370 FC Barcelona's president Joan Laporta chairs the FC Barcelona's Extraordinary General Assembly at Camp Nou stadium in Barcelona, Catalonia, Spain, 20 June 2021.  EPA-EFE/Alejandro Garcia
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Joan Laporta, forseti fótboltaliðs Barcelona, fullyrti á í dag að hið umdeilda Ofurdeildarverkefni væri enn á lífi þrátt fyrir að það væri almennt fordæmt sem gróf aðför að hinni fögru íþrótt, eins og fótboltinn er jafnan kallaður.

Sjálfbærni í rekstri og betri bolti

„Verkefnið er lifandi,“ sagði Laporta á fundi félaga í Barcelona klúbbnum þar sem hann fullyrti að keppnin myndi skapa „að lágmarki 700 milljónir evra (um 102 milljarðar íslenskra króna) á á einu keppnistímabili fyrir Barcelona“, að því er segir í frétt frá AFP.

Þrátt fyrir mikla andstöðu frá UEFA, aðdáendum og keppinautum úr hópi annarra fótboltafélaga, fullyrti Laporta að Ofurdeildin myndi hafa í för með sér „fjárhagslega sjálfbærni fyrir liðin og skapi auk þess meira aðlaðandi keppni“.

Eitt þriggja eftirlegufélaga

„Ekki láta okkur biðjast afsökunar á því að hafa hugsað um eða skipulagt keppni eða viljum ráða okkar eigin örlögum í knattspyrnuheiminum,“ sagði Laporta og lýsti um leið UEFA sem „einokun í raun“.

Barcelona, Real Madrid og Juventus eru þrjú síðustu félögin sem eru halda enn til streitu þátttöku í Ofurdeildinni eftir að hin níu stofnfélögin drógu sig út vegna andstöðu stuðningsmanna, leikmanna og ýmissa samtaka.

Refsingar enn fyrirhugaðar

Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur útilokað að láta af refsiaðgerðum gagnvart liðunum þremur sem eftir eru og sagði hann í aðdraganda EM 2020 að þríeykið í Ofurdeildinn hafi „tapað slagnum siðferðilega sem og íþróttamannslega“. Stjórn UEFA hefur engu að síður frestað málshöfðun gegn gegn félögunum þremur „þar til annað verður tilkynnt“.