Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Óvænt jafntefli Ungverja og Frakka

epa09285533 Players of Hungary celebrate their first goal during the UEFA EURO 2020 group F preliminary round soccer match between Hungary and France in Budapest, Hungary, 19 June 2021.  EPA-EFE/Tibor Illyes / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA

Óvænt jafntefli Ungverja og Frakka

19.06.2021 - 15:06
Óvænt úrslit urðu í fyrsta leik dagsins á EM í fótbolta þegar Ungverjar gerðu jafntefli við heimsmeistara Frakka, 1-1. Úrslitin þýða að Frakkar eru með fjögur stig eftir tvær umferðir og Ungverjar með eitt stig og eiga möguleika á að komast í 16 liða úrslit.

Allt ætlaði um koll að keyra á Puskas Arena leikvanginum í Búdapest þegar Attila Fiola náði forystunni fyrir Ungverja í viðbótartíma fyrri hálfleiks. Antoine Griezmann jafnaði fyrir Frakka á 66. mínútu en þar við sat.

Portúgal og Þýskaland mætast í hinum leik riðilsins klukkan 16:00 í þessum svokallaða dauðariðli á EM. Ungverjum er víðast hvar spáð neðsta sætinu í riðlinum en þeir mæta Þjóðverjum í lokaumferðinni.