Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fagna lítilli kjörsókn

19.06.2021 - 15:18
Erlent · Asía · Íran · Stjórnmál
epa09283153 Iranian women cast their vote at a polling station during the presidential election in Tehran, Iran, 18 June 2021. Iranians head to polls to elect a new president after eight years with Hassan Rouhani as head of state.  EPA-EFE/ABEDIN TAHERKENAREH
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Íranskir stjórnarandstæðingar í útlegð hrósuðu í dag sigri vegna forsetakosninganna í Íran í gær. Kjörsókn var aðeins 48,8 prósent og hefur aldrei verið minni. Stjórnarandstæðingar í útlöndum höfðu hvatt landa sína til að sniðganga kosningarnar. Þeir telja að kjörsókn hafi verið enn minni en opinberar tölur segja til um.

Maryam Rajavi, leiðtogi þjóðarráðs andstöðunnar í Íran sagði að lág kjörsókn væru skilaboð almennings um að þeir vildu losna undan ofurvaldi klerkastjórnarinnar.

Ebrahim Raisi var lýstur sigurvegari kosninganna í morgun með 62 prósent atkvæða