Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Stúlkur í vandræðum á uppblásnum bát á Þingvallavatni

18.06.2021 - 08:27
Mynd með færslu
 Mynd: Slysavarnafélagið Landsbjörg - RUV
Neyðarlínu barst tilkynning upp úr klukkan sjö í morgun um þrjár stúlkur í vandræðum á uppblásnum bát á Þingvallavatni. Báturinn var þá farinn að fyllast af vatni og gátu stúlkurnar ekki siglt honum að landi.

Allar björgunarsveitir Árnessýslu, sjúkraflutningamenn og hluti af björgunarsveitum höfuðborgarsvæðisins voru kallaðar út ásamt lögreglu og þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að stúlkurnar hafi að lokum komist sjálfar í land rétt fyrir klukkan átta en voru orðnar kaldar og blautar. Hlutu þær þá aðhlynningu sjúkraflutningamanna.  

 

Katrín María Timonen
Fréttastofa RÚV