Sigurlaugur hlutskarpastur í keppni gáfnaljósa

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Sigurlaugur hlutskarpastur í keppni gáfnaljósa

18.06.2021 - 10:00

Höfundar

Sigurlaugur Ingólfsson bar sigur úr býtum í úrslitaþætti Gáfnaljóssins á Rás 1.

Sigurlaugur mætti Hrafnhildi Þórólfsdóttur í lokaþættinum og hafði betur með 8 stig gegn 5 stigum Hrafnhildar.

Inga Þóra Ingvarsdóttir hreppti bronsverðlaun í keppni gegn Sigurjóni Vilhjálmssyni með nokkuð afgerandi hætti, með 16 stig gegn 6 stigum Sigurjóns.

Leikar hófust í þessari snörpu spurningakeppni á mánudaginn var. Átta keppendur tóku þátt og voru þeir valdir úr hátt í 200 manna hópi sem sóttist eftir því að taka þátt.

Þættirnir eru aðgengilegir í spilara RÚV og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Rýkur af gáfnaljósum í harðri spurningakeppni

Menningarefni

Vera Illugadóttir leitar að gáfnaljósum