Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Mikilvægur sigur Svía á EM

epa09282974 Emil Forsberg (L) of Sweden celebrates with teammate Viktor Claesson after scoring the opening goal from the penalty spot during the UEFA EURO 2020 group E preliminary round soccer match between Sweden and Slovakia in St.Petersburg, Russia, 18 June 2021.  EPA-EFE/Anatoly Maltsev / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL

Mikilvægur sigur Svía á EM

18.06.2021 - 15:07
Svíþjóð steig stórt skrefí áttina að 16-liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta í dag eftir 1-0 sigur á Slóvakíu í E-riðlinum.

Svíþjóð var með eitt stig í riðlinum eftir markalaust jafntefli við Spán í fyrstu umferðinni en Slóvakía var með þrjú stig eftir sigur Póllandi. 

Eina mark leiksins skoraði Emil Forsberg úr vítaspyrnu á 77. mínútu og hann tryggði Svíum því stigin þrjú. Svíþjóð er nú komið með fjögur stig í riðlinum og tyllir sér á toppinn en Spánverjar geta komist upp að hlið þeirra með sigri á Póllandi á morgun. 

Svíþjóð mætir Póllandi, sem er án stiga í lokaumferðinni, og Slóvakía mætir Spáni. Staða Svía er því nokkuð góð og gæti dugað til að koma þeim í 16-liða úrslitin.