Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Elíza Newman - Beatles og Wings

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

Elíza Newman - Beatles og Wings

18.06.2021 - 17:25

Höfundar

Gestur þáttarins að þessu sinni er tónlistarkonan Elíza Newman. Hún mætir með uppáhalds Rokkplötuna klukkan 21.00. Vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.   

Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er Band on the run, þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar Wings sem Paul McCartney leiddi á sínum tíma, en Paul á afmæli í dag, er 79 ára gamall. 

Platan kom út í desember 1973 og er fimmta platan sem Paul gaf út eftir að hann hætti í Bítlunum í apríl 1970. 

Platan seldist bara þokkalega í byrjun en það eru tveir smellir á henni sem hjálpuðu upp á söluna, titillagið Band on the run og Jet. Og Þegar árið 1974 var gert upp kom í ljós að Band on the run var mest selda plata ársins í bæði Bretlandi og Ástralíu. Enn þann dag í dag þykir Band on the run besta plata McCartney eftir Bítlana. 

Megnið af plötunni var tekið upp ío hljóðveri EMI í Lagos í Nígeríu. Paul vildi taka upp einhverstaðar þar sem hann hefði ekki unnið áður og helst á einhverjum exótískum stað. Skömmu áður en lagt var upp í ferðalagið til Lagos hættu trommarinn Denny Seiwell og gítarleikarinn Henry McCullough í hljómsveitinni. Paul hafði ekki tíma til að finna nýja menn í þeirra stað áður en upptökur hófust og þau fóru bara þrjú til lagos; Paul, Linda eiginkona hans og hljómborðsleikari Wings, og gítarleikarinn Denny Laine. Paul spilar allan bassa á plötunni, en líka á trommur og slagverk auk þess sem hann spilar megnið af gítarnum líka. 

Þegar þremenningarnir kom til Lagos kom í ljós að hljóðverið var ekki alveg eins gott og hafði verið haldið fram og það hafði áhrif á upptökuferlið. Ástandið í Nígeríu var líka slæmt á þessum tíma og kvöld eitt voru Paul og Linda rænd. Menn vopnaðir hnífum hótuðu að drepa þau ef þeir fengju ekki allt sem þau voru með. Í einni töskunni sem þau voru með voru textar sem Paul var búinn að semja fyrir plötuna og demó upptökur. 

Platan var kláruð í London, mestmegnis í Air hljóðverinu. 

Árið 2000 setti tímaritið Q saman lista yfir 100 bestu bresku plöturnar og þar lenti band on the run í 75. sæti. Og á lista Rolling Stone yfir 500 bestu plötur sögunnar er band on the run í sæti 418. 

Dimma - Þögn
Sólstafir - Drýsill
Wings - Band on the run (plata þáttarins)
VINUR ÞÁTTARINS
Wings - Soily way (Live)
Foo Fighters - Making a fire
SÍMATÍMI
Kolrassa Krókríðandi - Bæ bæ
Queen - Radio Ga Ga (óskalag)
Korn - Word up (óskalag)
Bootlegs - Fullur á Facebook
Chernobyl Jazz Club - Langar
AC/DC - Witch´s spell
Bubbi - Guð er ekki til
Omar and the Howlers - I gotta let you go (óskalag)
Billy Gibbons - My lucky card (óskalag)
Wings - Jet (plata þáttarins)
GESTUR FUZZ - ELÍSA NEWMAN
Kolrassa Krókríðandi - All together now
ELÍZA II
Beatles - Helter Skelter
ELÍZA III
Beatles - Happiness is a warm gun
Vintage Caravan - Forgotten
Procol Harum - Repent Walpurgis
Uriah Heep - Look at yourself (óskalag)

Tengdar fréttir

Popptónlist

Lalli í 12 Tónum, CSN&Y og ZZ Top

Popptónlist

Jakob Smári - Utangarðsmenn og Deep Purple

Popptónlist

Grímur Atla - Sonic Youth og CCR

Popptónlist

Ólöf Erla - Deftones og Muse