Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ekkert smit síðustu tvo daga

18.06.2021 - 11:09
Mynd með færslu
 Mynd: Kristín Sigurðardóttir - RÚV
Ekkert COVID-19 smit greindist innanlands í gær og í fyrradag, samkvæmt nýuppfærðum tölum hjá almannavörnum. Eitt virkt smit greindist á landamærunum í gær og annað í fyrradag. Fjögur greindust með gamalt smit á landamærunum síðustu tvo daga og beðið er sóttefnamælingar hjá þremur sem komu til landsins í gær til að skera úr um hvort smitið sé virkt eða gamalt.

Nýgengi innanlandssmita er 3,8 á hverja 100 þúsund íbúa síðustu fjórtán daga og nýgengi á landamærunum 2,5 á sama tíma. 22 eru í einangrun vegna COVID-19, þar af einn á sjúkrahúsi, og 41 í sóttkví. 1.466 eru í skimunarsóttkví eftir komuna til Íslands.

Þetta kemur fram á covid.is - vefurinn verður aðeins uppfærður á mánudögum og fimmtudögum í júní en þar sem almennur frídagur var í gær, sautjándi júní, var vefurinn uppfærður í dag.