Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sænska ríkisstjórnin riðar til falls

17.06.2021 - 12:28
epa08813703 Sweden's Prime Minister Stefan Lofven gives a news conference on new restrictions to curb the spread of the coronavirus (Covid-19) pandemic, in Stockholm, Sweden, 11 November 2020. The Swedish government proposes a stop for the sale of alcohol after 10 pm from November 20 until the end of February.  EPA-EFE/Henrik Montgomery SWEDEN OUT
 Mynd: EPA-EFE - TT
Ríkisstjórn Stefan Löfven gæti fallið á mánudag ef sænska þingið greiðir atkvæði með vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata. Talið er að meirihluti sé fyrir tillögunni. Reynt verður að mynda ríkisstjórn en ekki er útilokað að boða þurfi til nýrra kosninga í haust.

Svíþjóðardemókratar lögðu fram vantrauststillöguna í dag og hafa Kristilegir Demókratar, Vinstriflokkurinn og hægri flokkurinn Moderaterne lýst yfir stuðningi sínum. 

Deilan snýst í meginatriðum um ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að aflétta þaki á húsaleigu á nýju húsnæði.

Leiðtogi Vinstriflokksins segir að með þessari ákvörðun sinni hafi ríkisstjórnin svikið sænska módelið og því njóti ríkisstjórnin ekki lengur stuðnings flokksins.  Ebba Busch, leiðtogi Kristilegra Demókrata, segir ríkisstjórnina ekki hafa náð tökum á atvinnuleysi, glæpum og því sem hún kallar heilbrigðisvá.

Erfiðlega gekk að mynda starfhæfa ríkisstjórn eftir kosningar haustið 2019. Löfven myndaði bandalag með Umhverfisflokknum auk þess sem þingmenn Miðflokksins, Frjálslynda flokksins og Vinstriflokksins vörðu stjórnina falli. Stjórnarflokkarnir tveir voru aðeins með 33 prósent atkvæða á bak við sig.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV