Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Ólöf Nordal er Borgarlistamaður Reykjavíkur í ár

Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RUV

Ólöf Nordal er Borgarlistamaður Reykjavíkur í ár

17.06.2021 - 15:04

Höfundar

Ólöf Nordal myndlistarkona var útnefnd Borgarlistamaður Reykjavíkur í Höfða í dag. Útnefningin er heiðursviðurkenning til listamanns sem hefur skarað fram úr og markað sérstök spor í íslensku listalífi. Listamanninum var veittur ágrafinn steinn, heiðursskjal og verðlaunafé.

Ólöf hefur gert fjölda útilistaverka sem eru áberandi víða á höfuðborgarsvæðinu, til dæmis Geirfuglinn í Skerjafirði, Bríetarbrekku við Þingholtsstræti og umhverfislistaverkið Þúfu á Granda. Á dögunum var svo afhjúpað nýtt listaverk Ólafar við Menntaskólann í Hamrahlíð sem ber heitið Auga. 

Ólöf hefur hlotið hina ýmsu styrki og viðurkenningar fyrir list sína.  Á nýársdag 2018 var Ólöf sæmd heiðursmerki hinnar Íslensku Fálkaorðu af forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Riddarakrossinn hlaut Ólöf fyrir framlag sitt til íslenskrar myndlistar.