Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hófsöm en hefðbundin hátíðarhöld á 17. júní

17.06.2021 - 07:25
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV/Hólmfríður Dagný Friðj
Samkomutakmarkanir setja mark sitt á hátíðarhöld í dag, 17. júní, þótt þau verði með hefðbundnu sniði. Klukkan 10:15 hefst bein útsending á Rás 1 frá hátíðarmessu í Dómkirkjunni þar sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup, predikar. Forseti Íslands leggur síðan blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar.

 

Klukkan 11:10 hefst bein útsending í sjónvarpi þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ávarpar þjóðina og fjallkonan flytur ljóð.

Í höfuðborginni verður boðið upp á viðburði sem ekki eru auglýstir á ákveðnum tíma og sumir ekki heldur á ákveðnum stöðum. Með því á að koma í veg fyrir hópamyndanir.  Hverfaráðin hafa einnig skipulagt viðburði en nálgast má dagskrá á vefnum 17júní.is.

Í Kópavogi verða fimm hverfishátíðir, grímuskylda verður á hátíðarsvæðinu og allar hendur verða sprittaðar. Ekki verða hefðbundin hátíðarhöld á Seltjarnarnesi en boðið er upp á ratleik og hátíðaropnun í sundlauginni.

Í Garðabæ er boðið upp á fánahönnun, grímugerð og lúðraþyt og í Hafnarfirði verður fjölbreytt dagskrá víðs vegar um bæinn, meðal annars verður skrúðganga klukkan eitt frá Hraunbyrgi við Hjallabraut.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV