Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Flutningaskip Eimskips strand í Noregi

17.06.2021 - 13:36
Mynd með færslu
 Mynd: LEIV-ERIK BONDEVIK - NRK
Flutningaskip Eimskips með níu manna áhöfn er strand við Lerstad í Álasundi í Noregi. Stefnið nær minnst þrjá metra inn í fjöruna en skipið er um 88 metra langt. Lögregla og slökkvilið eru á svæðinu og dráttarbátur er á leiðinni til að freista þess að koma skipinu aftur á flot. Engan hefur sakað og ekki er að sjá neinn leka frá skipinu.

NRK greinir frá. Skipið ber heitið Hólmfoss og er frysti- og gámaskip sem var á leið frá Rørvik í Trøndelag til Álasunds. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV