Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Christian Eriksen gengst undir aðgerð - fær bjargráð

epa09265535 Christian Eriksen (R) of Denmark in action against Robin Lod (L) of Finland during the UEFA EURO 2020 group B preliminary round soccer match between Denmark and Finland in Copenhagen, Denmark, 12 June 2021.  EPA-EFE/Friedemann Vogel / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA - RÚV

Christian Eriksen gengst undir aðgerð - fær bjargráð

17.06.2021 - 08:24
Danska knattspyrnusambandið tilkynnti á Twitter í morgun að knattspyrnumaðurinn Christian Eriksen myndi gangast undir aðgerð. Græddur verður í hann bjargráður sem notaður er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir.

Eriksen fór í hjartastopp í fyrsta leik Dana gegn Finnum á Evrópumótinu í knattspyrnu.  Hann komst aftur til meðvitundar inn á vellinum og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann hefur verið í stöðugum rannsóknum. 

Samkvæmt vef Landspítala virkar bjargráður eins og gangráður og grípur inn í starfsemi hjartans ef hjartsláttur verður of hægur. Í bjargráðnum er rafhlaða sem endist í fimm til níu ár. Bjargráðurinn er vörn gegn skyndidauða af völdum hjartsláttartruflana.

Danir mæta Belgum klukkan fjögur í dag á Parken í Kaupmannahöfn og má búast við tilfinningaþrunginni stund enda Eriksen einn besti leikmaður liðsins og ein helsta knattspyrnustjarna Danmerkur. 

Belgar ætla að heiðra Eriksen með því sparka knettinum út af á tíundu mínútu en leikmaðurinn leikur í treyju númer tíu. Með Belgíu leikur meðal annars liðsfélagi Eriksen hjá ítalska liðinu Inter frá Milanó, framherjinn Romelu Lukaku. Hann fagnaði einmitt sínu fyrsta marki á mótinu með því senda Eriksen kveðju.