Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Víða bjart með köflum og þurrt í dag

16.06.2021 - 07:19
Innlent · veður · Veður
Mynd með færslu
 Mynd: Birgir Þór Harðarson - RÚV
Í dag verður bjart með köflum og þurrt.  Búist er við norðaustanátt 8 til 15 og lítilsháttar rigningu suðaustanlands. Norðaustantil má þó eiga von á skúrum eða slydduél í dag. Í nótt dregur úr vindi, norðlæg eða breytileg átt 3 til 8 og verður þá skýjað með dálitlum skúrum víðast hvar. 

Hlýjast verður sunnanlands en hiti á landinu verður á bilinu 3 til 11. 

Í veðurpistli veðurfræðings segir að veðrið í dag verði svipað og var í gær og í fyrradag.