Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Þyrla gæslunnar flutti slasaða konu á sjúkrahús

Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð til skömmu fyrir miðnætti til að flytja konu, sem féll á göngu við Flekkudalsfoss, á Landspítalann.

Samkvæmt upplýsingum varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru björgunarsveitir, lögregla og og slökkvilið kölluð til um hálf tólf. Ákveðið var að leita aðstoðar gæslunnar við að koma konunni undir læknishendur en ekki er vitað um líðan hennar á þessarri stundu.

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV