Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Þór vann Keflavík í fyrsta úrslitaleiknum

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Þór vann Keflavík í fyrsta úrslitaleiknum

16.06.2021 - 22:11
Þór Þorlákshöfn náði forystunni, 1-0 í úrslitaviðureign sinni við Keflavík í kvöld um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Leiknum lauk 91-73 fyrir Þór.

Leikurinn fór fram í Keflavík en í úrslitunum þarf að vinna þrjá leiki til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Gestirnir byrjuðu mun betur í kvöld og voru fimmtán stigum yfir í hálfleik, 45-30. Þórsarar héldu áfram að breikka bilið í síðari hálfleiknum fyrir lokafjórðunginn var munur liðanna kominn í 24 stig, 70-46.

Leikur Keflvíkinga batnaði undir lokin en sigur Þórsara var aldrei í hættu. Leiknum lauk með 91-73 sigri Þórsara sem taka nú forystu í einvíginu. Næsti leikur liðanna verður í Þorlákshöfn á laugardagskvöld.