Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Sergio Ramos yfirgefur Real Madríd

epa06765572 Real Madrid's Sergio Ramos reacts during the UEFA Champions League final between Real Madrid and Liverpool FC at the NSC Olimpiyskiy stadium in Kiev, Ukraine, 26 May 2018.  EPA-EFE/GEORGI LICOVSKI
 Mynd: EPA

Sergio Ramos yfirgefur Real Madríd

16.06.2021 - 21:02
Spænski knattspyrnumaðurinn Sergio Ramos hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Real Madríd. Félagið staðfesti í kvöld brotthvarf varnarmannsins.

Ramos hefur verið í herbúðum Real Madríd frá árinu 2005 þegar hann gekk í raðir félagsins frá Sevilla. Á þessum 16 árum hefur hann fimm sinnum orðið spænskur meistari með Real Madríd, unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum, HM félagsliða fjórum sinnum, spænsku bikarkeppnina tvisvar.

Ramos hefur einnig verið mikilvægur fyrir spænska landsliðið síðustu ár. Það vakti því mikla athygli þegar hann var ekki valinn í landsliðið fyrir lokakeppni EM sem nú stendur yfir. áður hafði hann verið í stóru hlutverki hjá Spáni m.a. þegar Spánverjar urðu Evrópumeistarar 2008 og 2012 og heimsmeistarar 2010.

Sergio Ramos er orðinn 35 ára og hefur ekkert gefið út um það að hann sé hættur í fótbolta. Það verður því áhugavert að sjá hvaða lið semur við varnarmanninn öfluga.