Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Allir á Suðurnesjum hafa fengið boð í bólusetningu

Mynd með færslu
 Mynd: Grímur Jón Sigurðsson - RÚV
Alls verða um 1.500 manns bólusettir gegn COVID-19 hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í dag. Samkvæmt upplýsingum þaðan verður klárað að bólusetja þá síðustu til að fá boðun í dag, fólk fætt árið 2005 og fyrr. Þar með ættu allir á Suðurnesjum að hafa fengið boð í bólusetningu.

Af þeim 1.500 sem boðaðir eru í bólusetningu í dag eru um eitt þúsund að fá seinni skammtinn og um 500 fyrri skammtinn. Gert er ráð fyrir að bólusetningu ljúki um hádegisbil.  

Fram kom í fréttum í gær að búið er að boða alla á Norður- og Austurlandi í bólusetningu. 

Stjórnvöld stefna að því allir á landinu verði komnir með boð í bólusetningu fyrir 25. júní.