Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Segir Maradona hafa verið sofandi og andað eðlilega

Mynd með færslu
 Mynd: El Gráfico - Wikimedia

Segir Maradona hafa verið sofandi og andað eðlilega

15.06.2021 - 00:31
Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um vanrækslu í tengslum við andlát argentísku knattspyrnugoðsagnarinnar Diego Maradona bar fyrir sig í yfirheyrslum að honum hefði verið bannað að trufla Maradona meðan hann svæfi.

Ricardo Almiron sem annaðist Maradona að næturlagi er talinn vera meðal þeirra síðustu til að sjá hann á lífi. Hann er einn sjömenninga sem liggja undir grun um manndráp af gáleysi í tengslum við andlát Maradona.

Hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um ósannsögli en hann kveður Maradona hafa andað eðlilega og í fastasvefni nokkrum stundum áður en hann lést. Krufning hefur leitt í ljós að hann var í dauðateygjunum þá.

Maradona lést sextugur af völdum hjartaáfalls í nóvember síðastliðnum nokkrum vikum eftir að hann gekkst undir aðgerð vegna blóðtappa í heila. Álit 20 sérfræðinga sem saksóknari í Argentínu óskaði eftir í seinasta mánuði leiðir í ljós að umönnun Maradona hafi verið ábótavant. 

Tengdar fréttir

Mið- og Suður-Ameríka

Læknalið Maradona svarar til saka í dag

Mið- og Suður-Ameríka

Sjö ákærðir í tengslum við andlát Maradona

Fótbolti

Maradona lagður til hinstu hvílu