Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kvöldfréttir: Landlæknir um hópsýkinguna á Landakoti

15.06.2021 - 18:38
Landlæknir segir vonbrigði hvað útbreiðsla kórónuveirusmita hafi verið mikil í hópsýkingunni á Landakoti í fyrra, þegar fimmtán létust. Orsakir hennar eru meðal annars ófullkomin hólfaskipting, ófullnægjandi fræðsla starfsmanna og skortur á sýnatöku.

Hafrannsóknastofnun mælir með 13% samdrætti í þorskveiði á næsta fiskveiðiári. Stærð stofnsins hefur verið ofmetin síðustu ár. Högg fyrir sjávarútveginn segir sjávarútvegsráðherra. 

Joe Biden og Ursula Von Der Leyen sömdu um hlé í nærri tveggja áratuga viðskiptadeilu í dag. Þúsundir her- og lögreglumanna gæta öryggis forseta Bandaríkjanna og Rússlands sem hittast í Sviss á morgun. 

Fyrsta flugvél í flota flugfélagsins Play kom til landsins í dag og fékk hátíðlegar móttökur. ASÍ skoðar aðgerðir til að knýja fram nýjan kjarasamning fyrir flugfreyjur félagsins.

Ný flugstöðvarbygging mun auðvelda mjög að taka á móti auknum fjölda flugfarþega á Akureyrarflugvelli. Samgönguráðherra tók fyrstu skóflustungu að nýrri flugstöð á Akureyri í dag.

Anna Kristín Jónsdóttir
Fréttastofa RÚV