Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Inga Þóra og Sigurlaugur áfram í Gáfnaljósinu

Inga Þóra Ingvarsdóttir og Sigurlagur Ingólfsson unnu sitthvora viðureignina í spurningaþættinum Gáfnaljósinu á Rás 1.
 Mynd: Gáfnaljósið - RÚV

Inga Þóra og Sigurlaugur áfram í Gáfnaljósinu

15.06.2021 - 09:11

Höfundar

Leitin að gáfnaljósi Íslands er hafin í nýjum spurningaþætti í umsjón Veru Illugadóttur.

Inga Þóra Ingvarsdóttir og Sigurlagur Ingólfsson unnu sína viðureignina hvor í spurningaþættinum Gáfnaljósinu á Rás 1.

Inga Þóra mætti Gísla Ásgeirssyni og fór með sigur af hólmi með ellefu stig á móti sex stigum Gísla. Sigurlaugur mætti Guðbjörgu Ríkeyju Th. Hauksdóttur og vann nokkuð afgerandi sigur, með 13 stigum gegn þremur.

Átta keppendur taka þátt og því standa sex eftir. Í dag mætast í fyrri viðureign, kl. 14.03, Hrafnhildur Þórólfsdóttir og Margrét Erla Maack.

Mynd með færslu
 Mynd:
Margrét Erla Maack og Hrafnhildur Þórólfsdóttir.

Í seinni viðureign dagsins, klukkan 14:27, eigast við þeir Þórir Steinn Stefánsson og Sigurjón Vilhjálmsson.

Mynd með færslu
 Mynd:
Þórir Steinn Stefánsson og Sigurjón Vilhjálmsson.

Þættirnir eru á Rás 1 og verða aðgengilegir í spilara RÚV og í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Gáfnaljósin hennar Veru Illugadóttur