Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Færeyingum fjölgar annað árið í röð

15.06.2021 - 02:31
Mynd með færslu
 Mynd: CC0 - Pixabay
Færeyingum fjölgar nokkuð milli ára. Það sýna nýjar tölur hagstofunnar þar í landi.

Færeyingar voru 53.305 í maí síðastliðnum samkvæmt tölum hagstofunnar. Það sýnir að Færeyingum er að fjölga annað árið í röð, svo nemur 1,6 prósenti árlega, eða um 863 sálir undanfarið ár. 

Heildarniðurstaðan fæst með því reikna út mismun á fjölda þeirra sem fluttu til og frá eyjunum og fæðingar umfram andlát.

Í tölum hagstofunnar kemur fram að það sem af er árinu 2021 hafa 275 fleiri flust til Færeyja en fluttu þaðan og 105 fleiri fæðst en dáið.