Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Allir á Austurlandi hafa fengið boð í bólusetningu

15.06.2021 - 19:24
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Allir íbúar Austurlands, yfir sextán ára aldri, hafa fengið boð í bólusetningu. Um 65 prósent íbúa í landshlutanum hafa nú þegar fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni og 37 prósent eru fullbólusett. Á næstu fjórum vikum lýkur bólusetningu allra þeirra sem hafa nú þegar fengið fyrri sprautu.

Stjórnvöld stefna að því allir á landinu verði komnir með boð í bólusetningu fyrir 25. júní. 

COVID-smit á Íslandi eru nú aðeins í tveimur landshlutum svo vitað sé, annars vegar á höfuðborgarsvæðinu þar sem 23 eru í einangrun og hins vegar á Austurlandi þar sem tveir eru í einangrun. Samkvæmt aðgerðastjórn lögreglunnar á Austurlandi heilsast þeim báðum vel og losna að öllum líkindum úr einangrun á næstu dögum.