Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Afsögn í Kanadaher vegna rannsóknar á kynferðisbroti

epa07285166 A Canadian flag flies at the Canadian embassy in Beijing, China, 15 January 2019. A Chinese court issued a death sentence to Robert Lloyd Schellenberg of Canada for drug smuggling. On 14 January 2019, following an appeal, a high court in Dalian city changed the man's previous 15 years in prison sentence for drug smuggling and sentenced him to death, saying his previous sentence was too lenient, according to media reports. The ruling comes during a diplomatic row between Canada and China after Canadian authorities arrested Meng Wanzhou, an executive for Chinese telecommunications firm Huawei, at the request of the USA.  EPA-EFE/ROMAN PILIPEY
 Mynd: epa
Mike Rouleau undirhershöfðingi, næstæðsti yfirmaður kanadíska heraflans, tilkynnti afsögn sína í gær. Ástæða afsagnarinnar er sú að hann lék golf 2. júní síðastliðinn, við fyrrverandi starfsmannastjóra í hernum sem grunaður er um kynferðisbrot.

Rouleau er æðsti yfirmaður herlögreglunnar sem rannsakar brotin og því lá hann undir ámæli enda gæti verið um hreinan hagsmunaárekstur að ræða. Jonathan Vance, sem sakaður er um brotin, lét af störfum í janúar en segist ekkert hafa brotið af sér.

Rouleau viðurkennir að hafa leikið golf við Vance en þvertekur fyrir að hafa rætt rannsóknina við hann. Jafnframt kveðst hann ekki hafa lagt herlögreglunni nokkuð til varðandi rannsóknir á fólki sem sakað er um kynferðisbrot.

Hins vegar skilji hann þann mikla vafa sem atferli hans veki og því stígi hann til hliðar. Frances Jennifer Allen hershöfðingi tekur við starfi Roleaus.

Undanfarna mánuði hafa komið upp mörg mál innan kanadíska hersins sem snerta ásakanir á hendur háttsettum foringjum um kynferðislega misnotkun gagnvart lægra settum hermönnum.