Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Lögregla ræðir við fjölda vitna að hnífsstungu

14.06.2021 - 16:30
Mynd með færslu
 Mynd: Eggert Þór Jónsson - RÚV
Maður sem stunginn var með hnífi í miðborg Reykjavíkur í fyrrinótt er enn í lífshættu og er haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítalans. Í fréttatilkynningu lögreglu kemur fram að rætt hafi verið við fjölda vitna. Þá fari lögregla yfir myndefni úr eftirlitsmyndavélum.

Rannsókn málsins miði vel. Þá biður lögregla þá sem hafa vitneskju um málið eða myndefni að setja sig í samband við lögregluna. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudags.

kristins's picture
Kristín Sigurðardóttir
Fréttastofa RÚV