Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Kínverjar ósáttir með gagnrýni G7 leiðtoganna

14.06.2021 - 05:50
epaselect epa08093820 Members of the Uighur community and sympathizers demonstrate on the Dam square in Amsterdam, The Netherlands, 29 December 2019. They are campaigning against what they see as the oppression of the Uighurs in China by the government of that country.  EPA-EFE/REMKO DE WAAL
 Mynd: EPA
Gagnrýni G7 ríkjanna í garð Kínverskra stjórnvalda og mannréttindabrota þeirra í Xinjiang og Hong kong  eru pólitískar ofsóknir að mati kínverskra stjórnvalda.

Ráðamenn G7 ríkjanna, þar á meðal Joe Biden Bandaríkjaforseti hvatti kínverja til að virða alþjóðlega mannréttingasáttmála. Sendiráð Kína í Bretlandi brást hart við þessum ásökunum og sagði G7 ríki vera að hafa afskipti af innanríkismálum Kína.

Yfirlýsingar G7 ríkjanna séu byggðar á lygum, orðrómum og órökstuddum ásökunum. Mannréttindasamtök segja kínverja hafa hrakið um milljón Úígúra og aðra minnihlutahópa í Xinjiang í fangabúðir. Þær eru sagðar vera til þess fallnar að uppræta öfgafulla íslamista.