Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Katrín heldur kynjajafnrétti og loftslagsmálum á lofti

Mynd með færslu
 Mynd: AP
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi um loftslagsmál, kynjajafnfrétti og afvopnun á fundi leiðtoga Atlantshafsbandalagsríkjanna í dag. Katrín segir að margir leiðtogar hafi komið með skilaboð inn á fund Bandaríkjaforseta og Rússlandsforseta sem verður á miðvikudag. Þá hafi leiðtogarnir fagnað því að hittast í eigin persónu en ekki á fjarfundi.

Allir leiðtogarnir héldu hver um sig um fimm mínútna ræðu á sameiginlegum fundi.

Katrín segist einkum hafa fjallað um loftslagsmál sem komu ný inn í stefnu Atlantshafsbandalagsins. Þá hafi hún rætt um kynjajafnrétti og kynferðislegt ofbeldi. 

Katrín segir að líkt og hún, hafi margir leiðtogar lagt áherslu á afvopnun og að hún yrði rædd á fundi Bandaríkjaforseta og Rússlandsforseta. 

 

Mynd: RÚV / RÚV