Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fimm létust í flugslysum í Ölpunum um helgina

14.06.2021 - 19:14
Mynd með færslu
 Mynd: D. Baum - Wikimedia Commons
Fimm létust í tveimur flugslysum í svissnesku Ölpunum um helgina og lögregla rannsakar nú hvort slysin tvö tengist með einhverjum hætti. AFP fréttastofan greinir frá.

Lítil flugvél með flugmann og þrjá farþega um borð, þar af eitt barn, skall á Piz Neir-fjallið í austurhluta Sviss á laugardag. Í tilkynningu frá lögreglunni í Graubunden segir að allir um borð hafi látist. Björgunarsveitarmenn hafi fundið líkin á sunnudag þegar þeir leituðu svifflugu sem brotlenti á laugardag, um það bil kílómetra í burtu. Flugmaðurinn var einn um borð og lést í slysinu. 

Ekki hafa enn verið borin kennsl á líkin með formlegum hætti og rannsóknanefnd samgönguöryggis í Sviss rannsakar nú orsök slysanna og hvort þau kunni að tengjast. 

hildurmj's picture
Hildur Margrét Jóhannsdóttir
Fréttastofa RÚV