Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Fann kókaín í skjaldbökuhreiðri

14.06.2021 - 15:39
Resilience-flaug SpaceX var skotið upp frá Canaveralhöfða á Flórída að kvöldi 15. nóvember (aðfaranótt 16. nóvember að íslenskum tíma) með fjóra geimfara innanborðs; þrjá Bandaríkjamenn og einn Japana. Ferðinni er heitið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar, ISS.
 Mynd: AP
Rúmlega tuttugu torkennilega pakka rak á land á Canaveral-höfða í Flórída í Bandaríkjunum nýverið, skammt frá skotpallinum þar sem geimflaugum er skotið á loft. Núna hafa pakkarnir verið rannsakaðir og í ljós kom að í þeim er kókaín. Talið er að fíkniefnasmyglarar hafi misst það úr báti og í sjóinn. Landvörður sem var að skoða skjaldbökuhreiður tók eftir pökkunum.

Landvörðurinn lét lögreglu vita af pökkunum sem voru þéttvafðir inn í plastfilmu. Á vef Florida News Times segir að alls hafi fundist um 27 kg. sem séu metin á um 1,2 milljónir Bandaríkjadala eða 146 milljónir króna. Alls fundust 24 pakkar.

Ekki er óalgengt að kókaín reki á land enda er miklu af því smyglað sjóleiðina til Bandaríkjanna.