Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

„Ég er ekki rasisti"

epa09268208 Marko Arnautovic (R) of Austria celebrates with team-mate David Alaba after scoring the 3-1 goal during the UEFA EURO 2020 group C preliminary round soccer match between Austria and North Macedonia in Bucharest, Romania, 13 June 2021.  EPA-EFE/Robert Ghement / POOL (RESTRICTIONS: For editorial news reporting purposes only. Images must appear as still images and must not emulate match action video footage. Photographs published in online publications shall have an interval of at least 20 seconds between the posting.)
 Mynd: EPA-EFE - EPA POOL

„Ég er ekki rasisti"

14.06.2021 - 17:27
Austurríski knattspyrnumaðurinn Marko Arnautovic segir í nýlegri færslu á Instagram að hann sé ekki rasisti, en yfirlýsingin kemur í kjölfar vangaveltna um fagn Arnautovic eftir að hann skoraði þriðja mark Austurríkis gegn Norður-Makedóníu á EM á sunnudag.

Arnautovic, sem er af serbneskum ættum, fagnaði mikið þegar hann skoraði gegn Norður-Makedóníu og þurfti fyrirliði Austurríkis, David Alaba, að halda aftur af honum í fagnaðarlátunum. Sögusagnir fóru af stað að Arnautovic hefði beint öskrum sínum að Egzon Bejtulai og Gjanni Alioski, leikmönnum Norður-Makedóníu, en þeir eru báðir af albönskum ættum. 

Í Instagram færslu í dag baðst Arnautovic afsökunar á fagnaðarlátunum og segist beina afsökun sinni sérstaklega að vinum sínum frá Norður-Makedóníu og Albaníu. „Ég vil hafa eitt alveg á hreinu: Ég er ekki rasisti,” segir Arnautovic í færslu sinni.

Mynd með færslu
 Mynd: Instagram
Instagram færsla Arnautovic