Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Bóluefni Janssen búið í dag

14.06.2021 - 16:27
Bóluefni Janssen
 Mynd: AP - Ljósmynd
Bóluefni Janssen kláraðist um klukkan 16:15 í Laugardalshöll í dag. Þegar 1.500 skammtar voru eftir, vegna dræmrar mætingar þeirra sem höfðu verið boðaðir, var Laugardalshöll opnuð og öllum boðið að koma sem ekki höfðu fengið bólusetningu. Á um það bil einum og hálfum klukkutíma kláraðist efnið.

Á morgun verður bólusett með bóluefni Pfizer í Laugardalshöll. Fjöldi fólks fær seinni skammt en einnig hafa verið boðaðir í fyrri bólusetningu karlar fæddir 1996, konur fæddar 1992 og 2001 og öll fædd 2003 og 2004.