Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ráðist að heimili þingforseta Níger með vélbyssum

13.06.2021 - 02:40
epa05703913 A soldier involved in a mutiny controls a street in Abidjan, Ivory Coast, 07 January 2017. The mutiny of soldiers began on 06 January in the interior city of Bouake but has now spread to the commercial capital Abidjan. Several military camps around the country have been affected as the soldiers demand pay bonuses. EPA/LEGNAN KOULA
 Mynd: EPA - RÚV
Tveir menn réðust að heimili Seini Oumaru forseta Nígerska þingsins í gær og skutu að honum og heimili hans með vélbyssum. Einn af lífvörðum þingforsetans lést í árásinni og annar særðist alvarlega.

Árásarmennirnir reyndu að flýja á jeppa þingforsetans án árangurs að sögn ráðgjafa hans sem greindi fjölmiðlum frá árásinni. Omaru varð þriðji í forsetakosningum í Níger í fyrra, en hann lýsti yfir stuðningi við Mohamed Bazoum sem bar sigur úr bítum í forsetakosningunum. Í kjölfar kosninganna réðust mótmælendur einnig að heimili Ómaru þar sem annar lífvörður hans var skotinn til bana. Átök hafa átt sér stað á milli öfgahópa seinustu mánuði og er þetta í fjórða sinn á seinustu átta vikum sem árás af þessari stærðargráðu á sér stað í landinu.

Her landsins segir að íslamista sem hafa leikið lausum hala í nágrannalöndunum Búrkína Fasó, Malí og Níger beri ábyrgð á árásunum. 

 

Frönsk yfirvöld hafa talað fyrir því að draga úr hernaðarumsvifum sínum í landinu. Macron Frakklandsforseti sagði í vikunni að hermönnum verði fækkað í landinu en í staðinn verði alþjóðlegar friðargæslusveitir látnar gæta friðar á svæðinu. Hið sama hefur hann sagt að sé uppi á teningnum í Malí.